Tilboð fyrir fyrirtæki

Eruð þið að leita að einstökum stað fyrir skemmtilegan starfsmannaviðburð, veislu, árshátíð eða fund?

Hótel Laxá er nýlegt 80 herbergja hótel í Mývatnssveit. Hótelið er í fallegu umhverfi sem er tilvalið fyrir hópefli, með einstöku útsýni yfir Mývatn.

Í Mývatnssveit er mikið úrval afþreyingar. Þar má meðal annars nefna ótal náttúruperlur sem áhugavert er að skoða, göngu- og hjólastígar, golfvöllur, skoða einstakt fuglalíf og Jarðböðin eru tilvalin til þess að slaka á og njóta.

Veitingastaðurinn okkar Eldey býður upp á fjölbreyttan matseðil úr fersku hráefni, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hópamatseðill er í boði fyrir stærri hópa.

Fundarsalur er í boði fyrir allt að 25 manns, ykkur að kostnaðarlausu.

Hótel Laxá getur tekið á móti hópum í mat og gistingu, allt að 160 manns.

Fyrir frekari upplýsingar og óskir um tilboð, sendið okkur tölvupóst á hotellaxa@hotellaxa.is eða hringið í síma 464 1900.

Book with us now 🙂

and if you have any questions do not hesitate to contact us !

News/Events