Nú er ekkert mál að skipuleggja fríið með allri fjölskyldunni, því við á Hótel Laxá tökum fagnandi á móti hundum.

Við notumst við stærri herbergin okkar og hægt er að ganga inn á ganginn í þeim án þess að fara í gegnum aðal inngang hótelsins.   Þannig geta hundurinn farið beint af bílastæði inn í herbergi. Góðar gönguleiðir eru í kringum hótelið.

Vinsamlegast kynnið ykkur eftirfarandi reglur:

  • Taka skal fram við bókun að hundur fylgi, þar sem sérstökum herbergjum er úthlutað
  • Hundar mega ekki vera á almenningssvæðum hótelsins
  • Við inn- og útritun skal hundur bíða bundinn úti eða í bíl
  • Hundar skulu vera í taumi á leið til/frá herbergi
  • Hunda má aldrei skilja eftir eina á herbergi
  • Hundar skulu vera í búri inn á herbergi
  • Hundar skulu vera vel siðaðir og hávaðalausir
  • Hámark 1 hundar í herbergi
  • Við innritun er greitt 3.000 kr þjónustugjald fyrir herbergi á dag (hámark 15.000 kr. fyrir lengri dvöl)
  • Gestir bera ábyrgð á hundinum og mögulegum skemmdum og/eða meiðslum á fólki sem hundurinn kann að valda
  • Verði ónæði af hundinum áskilja Hótel Laxá sér rétt til að vísa honum og eigendum á dyr

Book with us now 🙂

and if you have any questions do not hesitate to contact us !

News/Events