Hótel Laxá var opnað 19. Júní 2014, en hótelið er staðsett á hljóðlátum stað í 2 km fjarlægð frá Mývatni og í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Goðafossi og Kröflu. Það býður upp á ókeypis Wi-Fi Internet og herbergi með nútímalegum innréttingum.

Öll herbergin á Hótel Laxá eru með flatskjásjónvarp með gervihnattarásum, hraðsuðuketil og setusvæði. Baðherbergin eru með ókeypis snyrtivörur og hárblásara.

Á Hótel Laxá er veitingastaðurinn Eldey sem bíður upp á ljúfengan mat úr íslensku hráefni.  Notalegt barsvæði er á hótelinu þar sem frábært útsýni er yfir Laxá og Mývatn.

Jarðböðin við Mývatn eru í 20 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu og Húsavík er í 45 mínútna akstursfjarlægð. Hótelið getur aðstoðað viðskiptavini með að panta hina ýmsu afþreginu sem er í boðið í Mývatnssveit.

Book with us now 🙂

and if you have any questions do not hesitate to contact us !

News/Events