Hótel Laxá var opnað 19. Júní 2014, en hótelið er staðsett á hljóðlátum stað í 2 km fjarlægð frá Mývatni og í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Goðafossi og Kröflu. Það býður upp á ókeypis Wi-Fi Internet og herbergi með nútímalegum innréttingum.

Öll herbergin á Hótel Laxá eru með flatskjásjónvarp með gervihnattarásum, hraðsuðuketil og setusvæði. Baðherbergin eru með ókeypis snyrtivörur og hárblásara.

Á Hótel Laxá er veitingastaðurinn Eldey sem bíður upp á ljúfengan mat úr íslensku hráefni.  Notalegt barsvæði er á hótelinu þar sem frábært útsýni er yfir Laxá og Mývatn.

Jarðböðin við Mývatn eru í 20 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu og Húsavík er í 45 mínútna akstursfjarlægð. Hótelið getur aðstoðað viðskiptavini með að panta hina ýmsu afþreginu sem er í boðið í Mývatnssveit.

Störf í boði

Langar þig að vera hluti af skemmtilegum starfsmannahópi Hótel Laxá?

Hjá okkur vinnur fjölbreyttur hópur af fólki og við erum alltaf að leita að kraftmiklum og þjónustulunduðum einstaklingum til að ganga til liðs við okkur. Langar þig að vera hluti af skemmtilegum starfsmannahópi?

Vinsamlegast sendið upplýsingar um starfs sem áhugi er fyrir ásamt ferilskrá á hotellaxa@hotellaxa.is

 

Hundar eru velkomnir á Laxá

Nú er ekkert mál að skipuleggja fríið með allri fjölskyldunni, því við á Hótel Laxá tökum fagnandi á móti hundum.

Við notumst við stærri herbergin okkar og hægt er að ganga inn á ganginn í þeim án þess að fara í gegnum aðal inngang hótelsins.   Þannig geta hundurinn farið beint af bílastæði inn í herbergi. Góðar gönguleiðir eru í kringum hótelið.

Vinsamlegast kynnið ykkur eftirfarandi reglur:

  • Taka skal fram við bókun að hundur fylgi, þar sem sérstökum herbergjum er úthlutað
  • Hundar mega ekki vera á almenningssvæðum hótelsins
  • Við inn- og útritun skal hundur bíða bundinn úti eða í bíl
  • Hundar skulu vera í taumi á leið til/frá herbergi
  • Hunda má aldrei skilja eftir eina á herbergi
  • Hundar skulu vera í búri inn á herbergi
  • Hundar skulu vera vel siðaðir og hávaðalausir
  • Hámark 1 hundar í herbergi
  • Við innritun er greitt 3.000 kr þjónustugjald fyrir herbergi á dag (hámark 15.000 kr. fyrir lengri dvöl)
  • Gestir bera ábyrgð á hundinum og mögulegum skemmdum og/eða meiðslum á fólki sem hundurinn kann að valda
  • Verði ónæði af hundinum áskilja Hótel Laxá sér rétt til að vísa honum og eigendum á dyr

Book with us now 🙂

and if you have any questions do not hesitate to contact us !

News/Events